Enski boltinn

Ole Gunnar ætlar að snúa aftur í þessum mánuði

Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær NordicPhotos/GettyImages

Norski markahrókurinn Ole Gunnar Solskjær segist viss um að hann verði klár í slaginn á ný með Manchester United í lok þessa mánaðar eftir að hann fór í lítinn hnéuppskurð á dögunum. United-liðið er fáliðað í framlínunni þessa dagana.

Solskjær hefur sett stefnuna á að mæta til leiks þegar United mætir Blackburn í lok mars. Henrik Larsson er sem kunnugt er á förum til Helsingborg á ný eftir að hafa verið í láni í nokkrar vikur og þá er Louis Saha meiddur á læri og missir úr nokkrar vikur.

Þetta þýðir að Wayne Rooney og Alan Smith eru einu leikfæru framherjar liðsins sem á annað borð hafa verið að spila með aðalliðinu, en Smith hefur lítið komið við sögu nema í bikarkeppnunum. Annar möguleiki fyrir Alex Ferguson væri að kalla Dong Fangzhou inn í aðalliðið, en hinn efnilegi framherji hefur enn ekki náð að skora fyrir varalið félagsins og getur því vart talist mjög heitur um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×