Erlent

Hart barist í Mogadishu

Mogadishu séð úr lofti
Mogadishu séð úr lofti Getty Images

Harðir bardagar hafa brotist út í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Um 100 uppreisnarhermenn réðust á hersveitir ríkisstjórnarinnar og eþjópíska bandamenn þeirra í höfuðstöðvum þeirra í borginni. Það er barist með sprengjuvörpum og stórum hríðskotabyssum. Ekki hafa borist áreiðanlegar fregnir af mannfalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×