Enski boltinn

Eggert: Curbishley er maðurinn

Eggert og Björgólfur þurftu að horfa upp á enn eitt tapið hjá West Ham í gær
Eggert og Björgólfur þurftu að horfa upp á enn eitt tapið hjá West Ham í gær NordicPhotos/GettyImages

Eggert Magnússon hefur nú tekið af allan vafa með framtíð Alan Curbishley, knattspyrnustjóra West Ham. Eggert ítrekaði í dag að Curbishley væri ráðinn til framtíðar - óháð því hver staða liðsins verði í sumar.

"Ég vil að allir viti að Curbishley er maðurinn sem mun stýra liðinu í framtíðinni og ekkert hefur breyst í þeim efnum. Hann nýtur 100% stuðnings okkar í stjórninni," sagði Eggert, sem kaus að sjá ljósu punktana í tapi liðsins fyrir Tottenham á Upton Park í gær.

"Baráttuandinn var sannarlega til staðar og við munum halda áfram að berjast. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stuðningsmönnunum fyrir þeirra framlag. Þeir hafa verið stórkostlegir og það eru ekki síst stuðningsmennirnir sem gerðu það að verkum að ég ákvað að kaupa félagið. Það hefur ekki verið auðvelt að vera stuðningsmaður West Ham undanfarið og því fá þeir mínar bestu þakkir fyrir," sagði Eggert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×