Enski boltinn

Mourinho: Heppni United veitir okkur von

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir sína menn ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Hann segir Chelsea ekki hafa í hyggju að færa Manchester United titilinn á silfurfati og segir heppni United-liðsins í síðustu leikjum veita sér von.

"Við munum ekki færa United titilinn á silfurfati með því að tapa leikjum á lokasprettinum og við ætlum að berjast til síðasta manns. Það eina sem gefur mér von er að Manchester United hefur verið með heilladísirnar á sínu bandi í undanförnum leikjum og það er ekki eins og liðið sé að vinna alla leiki 4-0," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×