Enski boltinn

Nolan framlengir við Bolton

NordicPhotos/GettyImages
Fyrirliðinn Kevin Nolan hjá Bolton hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið. Samningurinn er framlenging á eldri samningi hans og gildir þessi til ársins 2011. Nolan er 24 ára gamall og vísar því á bug að hann hafi hugleitt að fara frá Bolton til að eiga meiri möguleika á að komast í enska landsliðið eins og fullyrt hefur verið í fjölmiðlum á Englandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×