Ævintýralegur sigur Tottenham 4. mars 2007 18:29 Finninn Teemu Tainio skoraði fallegasta markið í æsilegum leik á Upton Park í dag NordicPhotos/GettyImages Ekkert annað en fall virðist nú blasa við liði West Ham í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði 4-3 á heimavelli fyrir grönnum sínum í Tottenham í dag. Leikurinn var vægast sagt dramatískur og geta leikmenn West Ham ekki kennt neinum öðrum en sjálfum sér up tapið. Fyrri hálfleikurinn var að öllu eign heimamanna þar sem Mark Noble kom West Ham í 1-0 og Argentínumaðurinn Carlos Tevez skoraði svo loksins sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Tevez fagnaði markinu að hætti hússins - reif sig úr treyjunni og stökk inn í áhorfendaskarann og fékk að líta gult spjald fyrir. Staðan 2-0 í hálfleik og lið Tottenham í vondum málum eftir afleitan fyrri hálfleik. Allt annað var uppi á teningnum í þeim síðari, þar sem gestirnir tóku öll völd og jöfnuðu með mörkum Jermain Defoe (víti) og glæsilegu marki Teemu Tainio á 63. mínútu. Lið West Ham var þegar þarna var komið við sögu algjörlega heillum horfið og stefndi í sigur gestanna. Eins og svo oft áður í vetur, skipti Tottenham alveg um gír um leið og jöfnunarmarkið kom og fór að spila jafn hræðilega og í fyrri hálfleiknum. West Ham nýtti sér þetta og varamaðurinn Bobby Zamora skoraði laglegt skallamark með einni af sínum fyrstu snertingum og kom Hömrunum yfir á ný á 85. mínútu. Enn var þó mikið eftir af leiknum, því Tottenham jafnaði strax aftur með marki frá Dimitar Berbatov beint úr aukaspyrnu sem varamaðurinn spræki Taarabt fiskaði. West Ham freistaði þess að ná í öll stigin og tjaldaði öllu í sóknina á lokasekúndunum í uppbótartíma, en það reyndist afdrifaríkt og Tottenham skoraði sigurmarkið úr skyndisókn í blálokin. Þar var að verki Kanadamaðurinn Stalteri sem renndi boltanum í tómt markið eftir að Green markvörður náði ekki að halda slöku skoti Jermain Defoe. Niðurstaðan því enn eitt tapið hjá West Ham og sjónvarpsmyndavélar Sky-sjónvarpsstöðvarinnar sýndu myndir af örvæntingarfullum Eggerti Magnússyni í stúkunni. Leikur West Ham í dag var skömminni skárri en liðið hefur sýnt undanfarnar vikur, en eftir þetta grátlega tap í dag er ljóst að ekkert annað en margfalt kraftaverk getur bjargað liðinu frá falli. Tottenham hefur eilítið rétt úr kútnum á síðustu vikum eftir að hafa valdið vonbrigðum lengst af vetri, en eins og sýndi sig í dag getur liðið ekki vænst þess að vera í efri hlutanum ef það spilar aldrei betur en á pari við andstæðinga sína. Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira
Ekkert annað en fall virðist nú blasa við liði West Ham í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði 4-3 á heimavelli fyrir grönnum sínum í Tottenham í dag. Leikurinn var vægast sagt dramatískur og geta leikmenn West Ham ekki kennt neinum öðrum en sjálfum sér up tapið. Fyrri hálfleikurinn var að öllu eign heimamanna þar sem Mark Noble kom West Ham í 1-0 og Argentínumaðurinn Carlos Tevez skoraði svo loksins sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu. Tevez fagnaði markinu að hætti hússins - reif sig úr treyjunni og stökk inn í áhorfendaskarann og fékk að líta gult spjald fyrir. Staðan 2-0 í hálfleik og lið Tottenham í vondum málum eftir afleitan fyrri hálfleik. Allt annað var uppi á teningnum í þeim síðari, þar sem gestirnir tóku öll völd og jöfnuðu með mörkum Jermain Defoe (víti) og glæsilegu marki Teemu Tainio á 63. mínútu. Lið West Ham var þegar þarna var komið við sögu algjörlega heillum horfið og stefndi í sigur gestanna. Eins og svo oft áður í vetur, skipti Tottenham alveg um gír um leið og jöfnunarmarkið kom og fór að spila jafn hræðilega og í fyrri hálfleiknum. West Ham nýtti sér þetta og varamaðurinn Bobby Zamora skoraði laglegt skallamark með einni af sínum fyrstu snertingum og kom Hömrunum yfir á ný á 85. mínútu. Enn var þó mikið eftir af leiknum, því Tottenham jafnaði strax aftur með marki frá Dimitar Berbatov beint úr aukaspyrnu sem varamaðurinn spræki Taarabt fiskaði. West Ham freistaði þess að ná í öll stigin og tjaldaði öllu í sóknina á lokasekúndunum í uppbótartíma, en það reyndist afdrifaríkt og Tottenham skoraði sigurmarkið úr skyndisókn í blálokin. Þar var að verki Kanadamaðurinn Stalteri sem renndi boltanum í tómt markið eftir að Green markvörður náði ekki að halda slöku skoti Jermain Defoe. Niðurstaðan því enn eitt tapið hjá West Ham og sjónvarpsmyndavélar Sky-sjónvarpsstöðvarinnar sýndu myndir af örvæntingarfullum Eggerti Magnússyni í stúkunni. Leikur West Ham í dag var skömminni skárri en liðið hefur sýnt undanfarnar vikur, en eftir þetta grátlega tap í dag er ljóst að ekkert annað en margfalt kraftaverk getur bjargað liðinu frá falli. Tottenham hefur eilítið rétt úr kútnum á síðustu vikum eftir að hafa valdið vonbrigðum lengst af vetri, en eins og sýndi sig í dag getur liðið ekki vænst þess að vera í efri hlutanum ef það spilar aldrei betur en á pari við andstæðinga sína.
Enski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira