Erlent

Arababandalagið vill skýr svör

AP

Arababandalagið vill að Bandaríkjamenn gefi afsvar með það hversu lengi þeir ætla að hafa herafla í Írak. Aðalritari bandarlagsins Amr Moussa segir þetta helsta baráttumál bandalagsins sem nú fundar í Kaíró.

Meðal annara baráttumála er jafnari dreifing auðæfa Íraks og að allir uppreisnarhópar landsins leggi niður vopn. Þetta eru kröfur sem leiðtogar arabaríkja hafa margoft komið fram með. Moussa sagðist á fundinum í dag leggja til að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti bindandi ályktun um að allir Írakar og aðrir þeir sem hafa með stjórn landsins að gera ættu að virða og fylgja þessum sjónarmiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×