Enski boltinn

Góður sigur hjá Blackburn

Benni McCarthy skoraði tvívegis fyrir Blackburn í dag
Benni McCarthy skoraði tvívegis fyrir Blackburn í dag NordicPhotos/GettyImages
Blackburn gerði sér lítið fyrir og lagði Bolton 2-1 á útivelli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Það var hinn magnaði Benni McCarthy sem skoraði bæði mörk gestanna úr vítaspyrnum á tíu mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik, en Nicolas Anelka minnkaði muninn fyrir Bolton skömmu fyrir leikslok. Bolton er í fimmta sæti deildarinnar en Blackburn í því níunda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×