Enski boltinn

Kalla á David Beckham

Umræðan um David Beckham og enska landsliðið kraumar enn á Englandi og í dag létu þeir Gary Lineker og Michael Owen báðir í ljós skoðun sína á málinu. Þeir vilja að Steve McClaren landsliðsþjálfari kalli Beckham aftur inn í landsliðið.

"Ég held að það væri klókt af McClaren að kalla Beckham aftur inn í liðið tímabundið. Hann hefur sýnt mikinn karakter með því að vinna sér sæti í liði Real Madrid á ný og sýnir með því að hann á nóg eftir og er klárlega einn af 20 bestu leikmönnum á Englandi," sagði fyrrum landsliðsmaðurinn og markahrókurinn Gary Lineker í dálki sínum í Sunday Telegraph.

Owen tók í sama streng í samtali við breska sjónvarpið. "Beckham hefur alltaf verið og er enn - heimsklassa leikmaður. Það er ekki eins og þjóðin viti ekki hvað hún fær frá Beckham. Hann er leikmaður sem getur alltaf skapað hættu með föstum leikatriðum og svo leggur hann sig alltaf 100% fram í hverjum einasta leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×