Enski boltinn

Ferguson: Það er líf eftir Larsson

AFP

Sir Alex Ferguson segir að Manchester United muni spjara sig vel þó framherjinn Henrik Larsson sé brátt á heimleið aftur til Svíþjóðar. Larsson spilar væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið um næstu helgi þegar United mætir Middlesbrough í bikarnum.

"Henrik hefur staðið sig mjög vel hjá okkur en það skapar ekki neikvætt andrúmsloft þó hann sé að fara frá okkur. Tímasetningin á lánssamningi hans hjá okkur var fullkomin, því Louis Saha meiddist lítillega í desember og Larsson fyllti skarð hans prýðilega. Á þessu stigi tímabilsins hlakkar okkur alla til næsta leiks og það er það eina sem við hugsum um núna," sagði Ferguson og bætti við að hann hefði verið alveg til í að fá Larsson fyrir um sex árum þegar United var á eftir honum - en þá vildi hann alls ekki fara frá Celtic í Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×