Enski boltinn

Chelsea lagði Portsmouth

Salomon Kalou fagnar marki sínu gegn Portsmouth
Salomon Kalou fagnar marki sínu gegn Portsmouth NordicPhotos/GettyImages
Chelsea saxaði í kvöld á forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 2-0 útisigri á Portsmouth. Leikurinn var jafn og harður, en gestirnir kláruðu færin sín betur og það reyndist munurinn á liðunum að þessu sinni. Didier Drogba skoraði 18. mark sitt í úrvalsdeildinni og 29. mark sitt í vetur og varamaðurinn Salomon Kalou innsiglaði sigurinn skömmu fyrir leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×