Enski boltinn

Defoe vorkennir West Ham

Defoe var í eldlínunni þegar Tottenham og West Ham mættust fyrr í vetur
Defoe var í eldlínunni þegar Tottenham og West Ham mættust fyrr í vetur NordicPhotos/GettyImages

Jermaine Defoe, leikmaður Tottenham og fyrrum leikmaður West Ham, segist kenna í brjóst um stuðningsmenn West Ham sem sjá fram á annað fallið í fyrstu deild á nokkrum árum. Defoe er ekki vinsæll á Upton Park síðan hann fór frá liðinu þegar það féll fyrir þremur árum.

"Stuðningsmenn West Ham eru frábærir og eiga sannarlega ekki skilið það mótlæti sem liðið hefur orðið fyrir í vetur. Ég man hvað það fékk þungt á stuðningsmennina þegar við féllum fyrir þremur árum og ég get ekki ímyndað mér að andrúmsloftið hafi verið mikið betra hjá þeim í vetur," sagði Defoe, en West Ham tekur einmitt á móti Tottenham á morgun. Tap þar gæti orðið til þess að sverta enn vonir West Ham um að halda sæti sínu í deildinni.

"Þeir vita að tap fyrir okkur á morgun fer langt með að gera út um vonir þeirra að halda sæti sínu og því munu þeir mæta grimmir til leiks. Við þurfum nú líka á stigum að halda svo það er ljóst að hart verður barist," sagði Defoe og sagðist ekki skilja af hverju West Ham væri búið að leika svona illa á leiktíðinni.

"Þetta er furðulegt. Það sýndi sig á síðustu leiktíð að West Ham er alls ekki með lélegt lið. Þeir fóru alla leið í bikarúrslitin og eru með fínan mannskap. Það er hinsvegar þannig að þegar liðinu gengur svona illa - fara menn ósjálfrátt að fara í leiki með það fyrir augum að tapa ekki, í stað þess að fara í þá til að vinna. Svona hugarfar er hættulegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×