Enski boltinn

Útlitið dökknar hjá West Ham

Wigan er komið í ágæt mál eftir nokkrar vikur í harðri fallbaráttu
Wigan er komið í ágæt mál eftir nokkrar vikur í harðri fallbaráttu NordicPhotos/GettyImages

Leikjunum sex sem hófust klukkan 15 í ensku úrvaldeildinni er nú lokið og hefur staða West Ham í botnbaráttunni versnað til muna því keppinautar liðsins á botninum kræktu allir í stig í dag.

Watford komst í afar vænlega 2-0 stöðu gegn Charlton á heimavelli, en gestirnir tóku öll völd í síðari hálfleik og tryggðu sér verðskuldað jafntefli. Sheffield United gerði 1-1 jafntefli við Everton á heimavelli og Wigan skellti Man City á útivelli 1-0 og skaust fyrir vikið í 15. sætið í deildinni.

Arsenal lagði Reading 2-1 á heimavelli. Gilberto Silva (víti) og Juan Baptista skoruðu mörk Arsenal - en mark Reading var reyndar sjálfsmark frá Cesc Fabregas. Ívar Ingimarsson var að venju í byrjunarliði Reading og Brynjar Björn Gunnarsson kom inn sem varamaður síðustu 20 mínúturnar.

Fulham og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli þar sem Heiðar Helguson kom inn sem varamaður á 65. mínútu og Newcastle og Middlesbrough gerðu markalaust jafntefli í leiðinlegum leik. Markaskorara er að finna á Boltavaktinni hér á Vísi.

Portsmouth og Chelsea eigast við nú klukkan 17:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×