Enski boltinn

Ferguson: Maður þarf heppni til að vinna titla

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson viðurkenndi fúslega að hans menn í Manchester United hefðu haft heppnina með sér þegar þeir stálu 1-0 sigri á Liverpool í dag. Hann sagði heimamenn hafa spilað betur, en bendir á að menn verði að hafa heppnina með sér ef þeir ætli að vinna titla.

"Þetta voru stórkostleg úrslit fyrir okkur í dag. Ég er viss um að leikmenn Liverpool finnst þeir hafa verið óheppnir í dag og þeir eiga líka fullan rétt á því. Þetta voru hinsvegar gríðarlega þýðingarmikil úrslit fyrir okkur og við náðum að klóra okkur í þrjú stig líkt og gegn Fulham um daginn. Við höfum verið með heppnina á okkar bandi og hana þarf maður líka að hafa ef maður ætlar sér að verða meistari.

Við höfðum ágætt forskot á Arsenal um svipað leyti á tímabilinu árið 1998, en þá var deildin ekki jafn sterk og hún er í dag. Nú erum við hinsvegar komnir með 12 stiga forskot og það á eftir að hjálpa okkur gríðarlega á lokasprettinum," sagði Ferguson og bætti því við að hann hefði ekki séð nákvæmlega hvað olli því að Paul Scholes var rekinn af velli - hann ætti eftir að skoða það betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×