Enski boltinn

O´Shea tryggði United öll stigin

NordicPhotos/GettyImages

Manchester United tók mjög stórt skref í áttina að enska meistaratitlinum í dag þegar liðið lagði erkifjendur sína í Liverpool 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. John O´Shea skoraði sigurmark United í uppbótartíma eftir að Paul Scholes hafði verið vikið af velli. United hefur nú 12 stiga forskot á toppi deildarinnar en Chelsea á tvo leiki til góða.

Ekki er hægt að segja að sigur United hafi verið sanngjarn, því heimamenn áttu mun fleiri færi í leiknum og voru meira með boltann. Framherjar United áttu þannig ekki eitt einasta skot á mark Liverpool í leiknum, en það var hinn írski O´Shea sem tryggði liðinu sigurinn með því að pota boltanum yfir línuna þegar komið var tveimur mínútum yfir venjulegan leiktíma.

Wayne Rooney þurfti að fara meiddur af velli í leiknum og þá náði Svíinn Henrik Larsson sér aldrei á strik í síðasta deildarleik United áður en hann heldur heim til Helsingborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×