Erlent

Mótmæli hafin á ný

Mótmæli eru hafin á ný eftir rólegan morgunn í Kaupmannahöfn. Fólk hefur hópast saman bæði á Vesturbrú og í Kristjánshöfn. Hóparnir stefna báðir niður á Ráðhústorg. Lögregla áætlar að um 1000 manns séu nú að mótmæla. Mótmælin hafa verið friðsamleg til þessa í dag en lögregla hefur handtekið nær 500 manns síðustu tvo daga vegna mótmælanna.

Vandræði hafa skapast í fangelsum í Kaupmannahöfn vegna þess hversu margir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þá hafa fjölmargir verið fluttir í fangelsi í Fjóni og Jótlandi. Lögregla er eftir sem áður með mikinn viðbúnað víðsvegar um Kaupmannahöfn en óttast er að upp úr sjóði aftur í kvöld.

Síðustu tvö kvöld hafa mótmælin verið hatrömm og ofbeldisfull. Mótmælendur segja stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu, að það sé af sem áður var að þeir sem ákveði að lifa lífinu eftir öðrum stöðlum eigi sér griðastaði en lögregla hefur reynst Kristjaníufólki óþægur ljár í þúfi undanfarin ár og gert þar reglulegar rassíur og eins ekki getað látið griðastað ungmenna á Norðurbrú í aldarfjórðung, Ungdomshuset, í friði.


Tengdar fréttir

Lögreglan ræðst gegn óeirðaseggjum

Danska lögreglan hefur farið hús úr húsi í Kaupmannahöfn í morgun og handtekið grunaða óeirðaseggi. Vel á annað hundrað mótmælendur voru handteknir í óeirðum á Norðurbrú og í Kristjánshöfn í nótt. Til átaka kom þar aðra nóttina í röð. Mótmælendur boða aðgerðir víða í Kaupmannahöfn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×