Erlent

Metútfluningur ópíumvalmúa

Ópíumakur í Afganistan
Ópíumakur í Afganistan AP

Afganir hafa aldrei flutt út meiri ópíumvalmúa en á síðasta ári segja embættismenn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Það hversu valmúarækt er orðin algeng aftur í landinu gæti haft áhrif víða um heim þar sem framboð á heróíni og öðrum fíkniefnum sem eru afurð valmúans eykst eftir því sem meiri valmúi er ræktaður. Ræktunin jókst um fjórðung bara á síðasta ári. 90 prósent allrar valmúaræktunar heims er í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×