Enski boltinn

Drogba bestur í Afríku

Drogba hefur verið í frábæru formi í vetur
Drogba hefur verið í frábæru formi í vetur NordicPhotos/GettyImages

Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea var í kvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku í fyrsta sinn á ferlinum. Drogba var tilnefndur ásamt félaga sínum Michael Essien hjá Chelsea, en sá hafnaði í þriðja sæti í kjörinu annað árið í röð. Samuel Eto´o hjá Barcelona varð annar í kjörinu, en hann hafði unnið þrjú síðustu ár.

Mjótt var á mununum milli þeirra Drogba og Eto´o að þessu sinni eins og í fyrra, en Eto´o vann þá með tveimur stigum. Drogba fékk 79 stig að þessu sinni, Eto´o fékk 74 atkvæði og Essien fékk 36 atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×