Enski boltinn

Emre enn í sviðsljósinu vegna kynþáttaníðs

Emre
Emre NordicPhotos/GettyImages

Tyrkneski miðjumaðurinn Emre hjá Newcastle er enn í sviðsljósinu fyrir meintan kynþáttaníð sinn á knattspyrnuvellinum, en hann er nú sakaður um þetta í þriðja sinn á stuttum tíma. Bolton og Everton höfðu þegar gert athugasemdir við framkomu leikmannsins og nú hefur leikmaður Watford bæst í þennan hóp.

Emre á yfir höfði sér fund með aganefndinni fyrir meintan kynþáttaníð í garð þeirra Tim Howard og Joleon Lescott hjá Everton og Al Bangura hjá Watford hefur nú óskað eftir fundi með nefndinni eftir viðskipti sín við Emre. Bolton hafði einnig gert athugasemdir við framkomu hans í garð El-Hadji Diouf, en sá kaus að gera ekkert í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×