Enski boltinn

Blackburn í 8-liða úrslit - Arsenal úr leik

Einstaklingsframtak frá Benni McCarthy tryggði Blackburn sigurinn í kvöld
Einstaklingsframtak frá Benni McCarthy tryggði Blackburn sigurinn í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Arsenal féll úr leik í annari bikarkeppninni á nokkrum dögum í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Blackburn í 16-liða úrslitum enska bikarsins. Það var Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy sem tryggði Blackburn sigurinn með frábæru marki á 87. mínútu og mætir liðið Manchester City í næstu umferð. Hann segir Blackburn hafa slegið út besta liðið í úrvalsdeildinni.

"Maður verður að vera tilbúinn þegar maður fær tækifærið og ég hafði nógu mikla orku til að sýna smá töfra. Ég er mjög ánægður með sigurinn því að mínu mati vorum við að slá út líklega besta lið deildarinnar," sagði McCarthy

Eftirtalin lið mætast í 8-liða úrslitunum sem fara fram 10. og 11. mars:

Middlesbrough - Man Utd, Blackburn - Man City, Chelsea - Tottenham og Plymouth - Watford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×