Erlent

Viggó viðutan er fimmtugur

Viggó viðutan er fimmtugur í dag en þessi klaufi hefur komið mörgum til að hlæja með eindæma bögglulegri framkomu sinni.

Hann nefnist Gaston Lagaffe á frönsku og Jo-Jo á þýku en klaufagangurinn á Viggó skilst á hvaða tungumáli sem er enda hefur hann verið viðutan í fimmtíu ár og geri aðrir betur. Viggó er upprunalega belgískur en höfundur teiknimyndasagnanna um hann er Belginn André Franquin sem teiknaði líka sögurnar um Gorm.

Belgar eru mjög stoltir af teiknimyndahetjum sínum og höfundum þeirra enda er teiknimyndasögugerð rík hefð þar í landi og hetjur eins og Tinni og Kolbeinn Kafteinn eru Belgar. Í tilefni af fimmtugsafmæli Viggós, var ákveðið að reisa þriggja metra háan skúlptúr af honum í hjarta Brusselborgar nærri óperuhúsinu. Segja má því að letinginn sé loksins orðin að virðulegum borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×