Erlent

10 þúsund manns sagt upp hjá Airbus

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að tíu þúsund starfsmönnum verði sagt upp störfum víðsvegar um Evrópu á næstu fjórum árum. Flestum verður sagt upp í Frakklandi og Þýskalandi.

Alls vinna fimmtíu og sjö þúsund manns hjá Airbus-fyrirtækinu sem er með starfsstöðvar í fjórum Evrópulöndum. 4.300 manns verður sagt upp störfum í Frakklandi og 3.700 í Þýskalandi, sextán hundruð manns í Bretlandi og fjögur hundruð á Spáni.Í verksmiðju fyrirtækisins í Getafe í grennd við Madrid á Spáni kvíða starfsmenn framtíðinni.

Fyrirtækið Airbus var stofnað árið 1970 og er með höfuðstöðvar sínar í Toulouse í Frakklandi en það er leiðandi í framleiðslu flugvéla í heiminum. Hið fransk-þýska móðurfélag Airbus, EADS, sammþykkti einróma endurskipulagningu fyrirtækisins síðastliðinn mánudag eftir vikulangar deilur milli franskra og þýskra hluthafa. Airbus hefur glímt við seinkun á framleiðslu á A380 súperjumbó flugvélinni en afhending vélarinnar hefur dregist um tvö ár og hefur kostað fyrirtækið fimm milljarða Evra.

Fyrirtækið Airbus var stofnað árið 1970 og er með höfuðstöðvar sínar í Toulouse í Frakklandi en það er leiðandi í framleiðslu flugvéla í heiminum. Hið fransk-þýska móðurfélag Airbus, EADS, sammþykkti einróma endurskipulagningu fyrirtækisins síðastliðinn mánudag eftir vikulangar deilur milli franskra og þýskra hluthafa. Airbus hefur glímt við seinkun á framleiðslu á A380 súperjumbó flugvélinni en afhending vélarinnar hefur dregist um tvö ár og hefur kostað fyrirtækið fimm milljarða Evra.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að endurskipulagningin verði til þess að fyrirtækið geti mætt betur fjárhagslegu tapi sem tengist seinkunum við framleiðslu á A380 súperjumbóvélinni.

Verkalýðsfélög víða um Evrópu hafa í dag mótmælt aðgerðum Airbus og hótað verkfallsaðgerðum vegna þeirra. Skemmst er að minnast fundar Jaques Chiracs Frakklandsforseta og Angelu Merkel, Þýskalandskanslara í síðustu viku, en þar bar málefni Airbus mjög á góma en franskir og þýskir stjórnmálamenn hafa barist hart að undanförnu gegn hugsanlegum uppsögnum í verksmiðjum Airbus. Þess má geta að atvinnuleysi í Þýskalandi er nú 10.1% en í Frakklandi ...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×