Enski boltinn

Roy Keane: Gráu hárunum fjölgar

Roy Keane var mikill sigurvegari á knattspyrnuvellinum og byrjar ágætlega í starfi knattspyrnustjóra
Roy Keane var mikill sigurvegari á knattspyrnuvellinum og byrjar ágætlega í starfi knattspyrnustjóra NordicPhotos/GettyImages

Harðjaxlinn Roy Keane segist nú vera farinn að njóta þess í fyrsta sinn að starfa sem knattspyrnustjóri. Keane tók við liði Sunderland í bullandi vandræðum í ensku 1. deildinni síðasta haust, en hefur náð að rífa liðið upp í fjórða sæti deildarinnar.

Keane var heitur í skapi og þekktur fyrir baráttu sína á knattspyrnuvellinum, en kunnugir segja hann hafa náð að aðlagast nýja starfinu sínu ótrúlega vel. Sunderland er nú í ágætri stöðu til að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni í vor.

"Maður er aldrei fullkomlega sáttur sem knattspyrnustjóri en mikið hefur þó breyst síðan ég tók við í september. Við erum bara rétt að byrja sem lið en okkur hefur tekist að koma okkur í góða stöðu til að ná árangri og það er jákvætt. Ég er vissulega kominn með fleiri grá hár en ég var með fyrir hálfu ári, en ég vissi að þetta yrði mikil áskorun fyrir mig og það var einmitt vegna þess sem ég tók starfið að mér," sagði Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×