Enski boltinn

Newcastle fær aðeins milljón vegna meiðsla Owen

Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur boðið enska úrvalsdeildarliðinu Newcastle eina milljón punda í skaðabætur vegna meiðsla sem Michael Owen varð fyrir í leik Englendinga og Svía á HM síðastliðið sumar.

Newcastle fer fram á 7 milljónir punda. Owen meiddist illa á hné í leiknum tæpri mínútu eftir að hann kom af varamannabekknum. Sepp Blatter forseti FIFA segir að þrír aðilar eigi að skipta kostnaðinum af meiðslum leikmannsins, FIFA, enska knattspyrnusambandið og tryggingafélags Newcastle. Newcastle keypti Michael Owen frá Real Madríd á 17 milljónir punda. Hann hefur ekkert leikið með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðslanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×