Enski boltinn

Robben ósáttur

NordicPhotos/GettyImages

Arjen Robben hefur nú viðurkennt opinberlega að hann sé orðinn þreyttur á því að halda ekki föstu sæti í liði Chelsea. Robben stóð sig vel í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal um síðustu helgi og lagði þar upp sigurmarkið fyrir Didier Drogba.

Hollensk sjónvarpsstöð tók viðtal við kappann eftir bikarúrslitaleikinn um helgina og þar sagði spyrillinn honum frá gremju landa hans yfir því hvað hann fengi lítið að spila. "Þeir eru alveg örugglega ekki eins gramir og ég sjálfur," sagði Robben. "Ég var ánægður með frammistöðu mína í dag og stoðsendingin mín sýndi hvað ég get gert fyrir liðið. Það var kominn tími til að ég fengi að spreyta mig, en knattspyrnustjórinn verður að svara því af hverju ég hef verið svona mikið á varamannabekknum," sagði Robben.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×