Enski boltinn

Gerrard heimtar sigur á United

NordicPhotos/GettyImages

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool heimtar sigur og ekkert annað þegar lið hans tekur á móti toppliði Manchester United á laugardaginn. Hann segir sigur United fara langt með að tryggja liðinu titilinn og það vill hann ekki sjá gerast á Anfield.

"Þeir munu koma á Anfield með það í huga að næla sér í öll þrjú stigin því það setur þá í afar vænlega stöðu til að klára deildina. Við verðum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það, því við viljum halda spennu í deildinni eins lengi og mögulegt er. Þetta er því risaleikur fyrir bæði lið og mér finnst eins og leikir okkar við United verði bara stærri og stærri með hverju árinu," sagði Gerrard og hrósaði liði United í leiðinni.

"United er búið að spila einstaklega vel í vetur og sóknarleikur liðsins hefur verið mjög skemmtilegur. Ekki nóg með það, heldur er varnarleikur þeirra gríðarlega sterkur og því eru þeir lið sem erfitt er að leggja að velli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×