Erlent

Sex enn á sjúkrahúsi eftir strætisvagnaslys við Uppsali

Frá vettvangi slyssins í gær.
Frá vettvangi slyssins í gær. MYND/ENEX

Sex manns eru enn á Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum eftir alvarlegt umferðarslys nærri borginni í gær. Þá létust sex og á fimmta tug slasaðist þegar tveir strætisvagnar rákust saman skammt fyrir utan borgina. Einn þeirra sem liggur enn á sjúkrahúsi er alvarlega slasaður en hinir munu hafa beinbrotnað. Þá mun stór hópur farþega hafa leitað á sjúkrahúsið til að fá áfallahjálp eftir slysið. Ökumenn beggja vagnanna lifðu slysið af og mun lögregla yfirheyra þá í dag að því er sænska ríkisútvarpið greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×