Enski boltinn

Áfrýjun Keane vísað frá

NordicPhotos/GettyImages
Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að rauða spjaldið sem Robbie Keane fékk að líta í sigri liðsins á Bolton um helgina muni standa. Keane þótti hafa varið skot Bolton á marklínu með höndinni, en þrátt fyrir mótmæli og áfrýjun Keane þarf hann nú að taka út leikbann með liði sínu. Keane stal senunni í leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og lét reka sig af velli í fyrri hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×