Erlent

Þurrkar ógna 1,5 milljónum Kínverja

MYND/gettyimages

Ein og hálf milljón manna í suðvestur Kína er hætt komin vegna mikilla þurrka sem geisað hafa þar í landi. Nú er svo komið að vatnsbirgðir þessa svæðis eru að mestu gengnar til þurrðar. Svo illa hefur gengið að bora eftir nýju vatni að stjórnvöld í Kína skipuleggja sérstakar veðurfræðilegar aðgerðir til að mynda ský yfir landinu og auka þannig möguleika á rigningu.

Þurrkana má rekja til hitabylgju sem gekk yfir Kína síðastliðið sumar og var ein sú mesta sem mælst hefur þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×