Erlent

Vilja að hermenn verði kallaðir heim

AP

Naumur meirihluti Bandaríkjamanna segjast nú hlynntir því að ákveðin verði dagsetning á því hvenær hermenn verði í síðasta lagi kallaðir heim frá Írak. Metfjöldi er á móti stríðinu í Írak. Þetta kemur fram í nýrri könnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar sem birtist í gær. 64 prósent Bandaríkjamanna segja stríðið í Írak ekki vera þess virði að standa í því og 56 prósent vilja að hermenn verði kallaðir heim jafnvel þótt ekki hafi náðst að koma á friði í Írak. Þá eru tveir af hverjum þremur á móti áætlunum Bush forseta um að senda 21 þúsund hermenn til viðbótar til Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×