Erlent

Íranir verða beittir frekari viðskiptaþvingunum

Mótmælendur utan við fund stórveldanna í London
Mótmælendur utan við fund stórveldanna í London AP

Áfram verður reynt að fá Írani til að láta af kjarnorkuáætlunum með því að beita landið viðskiptaþvingunum. Fimm ríki sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði S.Þ. ásamt Þjóðverjum ákváðu að leggja drög að nýrri ályktun öryggisráðsins þar um á fundi sínum í London sem hófst í gær og verður fram haldið í dag. Löndin sem eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Rússland og Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×