Erlent

Dæmdur í 10 ár fyrir barnamisnotkun

Frá Bali
Frá Bali Getty Images

Dómstóll í Indónesíu hefur dæmt ástralskan karlmann í tíu ára fangelsi fyrir að misnota götubörn kynferðislega. Maðurinn sem er 48 ára kennari var handtekinn í Jakarta í ágúst eftir að sjö börn höfðu sagt hann hafa misnotað sig. Hann hefur búið í Indónesíu í átta ár og starfað þar sem enskukennari. Barnaverndunarsamtök segja að eyjurnar Lombok og Bali í Indónesíu séu bækistöðvar fyrir barnaníðingahring frá Ástralíu. Fyrir fjórum árum hengdi ástralskur hjálparstarfsmaður á Bali sig eftir að hann var sakaður um að hafa misnotað þar drengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×