Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn 26. febrúar 2007 10:45 Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Hreinn óskaði eftir fundinum með Davíð en á honum komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtæksins. Hreinn var á þessum tíma formaður einkavæðingarnefndar og ætlaði á fundinum að segja af sér. Hreinn var spurður út í fundinn fyrir dómi í dag og þar sagði hann Davíð hafa sakað fyrirtækið um að flytja úr landi fjármagn til að taka þátt í áhættufjárfestingum. Hreinn sagði Davíð hafa sagt forsvarsmenn fyrirtækisins allt glæpamenn sem væru á leið í fangelsi. Hann sakaði einnig Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson um að hafa notað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja vörur til Baugs á hærra verði en þeir þurftu og hirða svo gróðann sjálfir. Á þessum tíma var Baugur í samstarfi við Vöruhúsið í Bandaríkjunum sem var í eigu Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullenberger. Hreinn sagði það hafa komið fram á fundinum að Davíð væri algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, spurði Hrein hvort Davíð hefði hótað Baugi lögreglu- og skattrannsókn, líkt og Jón Ásgeir sagði fyrir rétti í síðustu viku. Hreinn svaraði því neitandi en að þungi hefði verið í ásökunum Davíðs og þær hefðu gert honum bilt við. Sigurður spurði Hrein einnig hvort hann hefði komið þeim skilaboðum til Davíðs að Baugur hefði verið til í að greiða fé til að losna við rannsókn. Hreinn svaraði því neitandi og sagði ásökun um það vera „ einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það". Hreinn sagði mikla umræðu hafa verið um fyrirtækið í þjóðfélaginu haustið 2001 í tengslum við verðbólgu. Harkaleg umræða fór meðal annars fram á þingi um Baug og þess krafist að fyrirtækið yrði brotið upp. Fundurinn hefði svo gefið forsvarmönnum fyrirtækisins tilefni til að fara ofan í saumana á rekstri þess. Hreinn tók við sem stjórnarformaður Baugs um áramótin 1999 og 2000 en tók sér hlé frá störfum frá maí 2002 fram í október sama ár. Hreinn Loftsson er fyrsta vitnið í málinu en alls eru þau um nítíu. Eftir hádegi mæta svo Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson í réttarsal. Fréttir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Hreinn óskaði eftir fundinum með Davíð en á honum komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtæksins. Hreinn var á þessum tíma formaður einkavæðingarnefndar og ætlaði á fundinum að segja af sér. Hreinn var spurður út í fundinn fyrir dómi í dag og þar sagði hann Davíð hafa sakað fyrirtækið um að flytja úr landi fjármagn til að taka þátt í áhættufjárfestingum. Hreinn sagði Davíð hafa sagt forsvarsmenn fyrirtækisins allt glæpamenn sem væru á leið í fangelsi. Hann sakaði einnig Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson um að hafa notað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja vörur til Baugs á hærra verði en þeir þurftu og hirða svo gróðann sjálfir. Á þessum tíma var Baugur í samstarfi við Vöruhúsið í Bandaríkjunum sem var í eigu Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullenberger. Hreinn sagði það hafa komið fram á fundinum að Davíð væri algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, spurði Hrein hvort Davíð hefði hótað Baugi lögreglu- og skattrannsókn, líkt og Jón Ásgeir sagði fyrir rétti í síðustu viku. Hreinn svaraði því neitandi en að þungi hefði verið í ásökunum Davíðs og þær hefðu gert honum bilt við. Sigurður spurði Hrein einnig hvort hann hefði komið þeim skilaboðum til Davíðs að Baugur hefði verið til í að greiða fé til að losna við rannsókn. Hreinn svaraði því neitandi og sagði ásökun um það vera „ einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það". Hreinn sagði mikla umræðu hafa verið um fyrirtækið í þjóðfélaginu haustið 2001 í tengslum við verðbólgu. Harkaleg umræða fór meðal annars fram á þingi um Baug og þess krafist að fyrirtækið yrði brotið upp. Fundurinn hefði svo gefið forsvarmönnum fyrirtækisins tilefni til að fara ofan í saumana á rekstri þess. Hreinn tók við sem stjórnarformaður Baugs um áramótin 1999 og 2000 en tók sér hlé frá störfum frá maí 2002 fram í október sama ár. Hreinn Loftsson er fyrsta vitnið í málinu en alls eru þau um nítíu. Eftir hádegi mæta svo Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson í réttarsal.
Fréttir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira