Erlent

Scorsese loksins með leikstjóraverðlaunin

Kvikmynd Martin Scorsese, The Departed, var sigursæl á Óskarsverðlaunahátíðinni sem haldin var í nótt. Þessi þaulreyndi leikstjóri hlaut þá í fyrsta sinn Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn. Scorsese hefur fimm sinnum áður hlotið tilnefningu til leikstjóraverðlaunanna en aldrei áður hlotið þau. Því var svo komið að flestir töldu nær öruggt að hann hlyti verðlaunin í þetta skiptið.

Myndin sem hann fékk verðlaunin fyrir var einnig valin besta mynd síðasta árs auk þess að hljóta verðlaun fyrir handrit byggt á áður útkomnu efni og fyrir klippingu. Leikaraverðlaunin komu í hlut kóngsins og drottningarinnar, Forest Whiteker fyrir túlkun á Idi Amin einræðisherra í Úganda í Last King of Scotland og Helen Mirren fyrir hlutverk Elísabetar annarar í The Queen.

Þau hlutu bæði Golden Globe verðlaun fyrir þessi hlutverk sín og þóttu því sigurstranglegust fyrir Óskarsverðlaun, eins og kom í ljós. Alan Arkin var valinn besti karlleikari í aukahlutverki fyrir hlutverk afans í Little Miss Sunshine og idol-stjarnan Jennifer Hudson kom sá og sigraði í flokki bestu leikkonu í aukahlutverki.

Þá fékk Michael Arndt verðlaun í flokki frumsaminna handrita fyrir Little Miss Sunshine. Departed fékk flest verðlaun, eða fjögur en næst á eftir kom myndin Labertino El Fauno eða Pan's Labyrinth eftir mexíkóska leikstjórann Guillermo del Toro með þrenn verðlaun, fyrir kvikmyndatöku, listræna stjórnun og förðun.

Besta erlenda myndin var valin Das Leben der Anderen, eða Líf annara eftir þýska leikstjórann Florian Henckel von Donnersmarck.

Verðlaunahafarnir

Besta myndin: The Departed

Besti karlleikari í aðalhlutverki: Forest Whitaker fyrir The Last King of Scotland

Besta leikkona í aðalhlutverki: Helen Mirren fyrir The Queen

Leikari í aukahlutverki: Alan Arkin fyrir Little Miss Sunshine

Leikkona í aukahlutverki: Jennifer Hudson fyrir Dreamgirls

Besti leikstjóri: Martin Scorsese fyrir The Departed

Besta frumsamda handrit: Little Miss Sunshine - Michael Arndt

Besta handrit byggt á áður birtu efni: The Departed - William Monahan

Besta kvikmyndataka: Laberinto del Fauno - Guillermo Navarro

Besta klipping: The Departed - Thelma Schoonmaker

Listræn stjórnun: Laberinto del Fauno - Eugenio Caballero, Pilar Revuelta

Búningahönnun: Marie Antoinette - Milena Canonero

Tónlist í kvikmynd: Babel - Gustavo Santaolalla

Besta frumsamda lag fyrir kvikmynd: An Inconvenient Truth - Melissa Etheridge ("I Need To Wake Up")

Förðun: Laberinto del Fauno - David Martí, Montse Ribé

Hljóðvinnsla: Dreamgirls - Michael Minkler, Bob Beemer, Willie D. Burton

Hljóðklipping: Letters from Iwo Jima - Alan Robert Murray, Bub Asman

Myndbrellur: Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest - John Knoll, Hal T. Hickel, Charles Gibson, Allen Hall

Teiknimynd í fullri lengd: Happy Feet - George Miller

Erlend mynd: Leben der Anderen (Þýskaland)

Heimildamynd í fullri lengd: An Inconvenient Truth - Davis Guggenheim

Stutt heimildamynd: The Blood of Yingzhou District - Ruby Yang, Thomas Lennon

Stutt teiknimynd: The Danish Poet - Torill Kove

Stuttmynd: West Bank Story - Ari Sandel

Al Gore fangar verðlaunum sínum fyrir An Inconvinient Truth, bestu heimildamyndinaAP
Alan Arkin var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir Little Miss SunshineAP
Florian Henckel von Donnersmarck fagnar verðlaunum sínum fyrir bestu erlendu myndina Das Leben der AnderenAP
Jennifer Hudson fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir DreamgirlsAP
Helen Mirren var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í The QueenAP
Martin Scorsese sýnir Steven Spielberg vini sínum ÓskarsstyttunaAP
Forest Whitaker þótti besti leikari ársins í hlutverki sínu sem Idi Amin í Last King of ScotlandAP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×