Erlent

Fjórði njósnahnöttur Japana kominn í gagnið

Japanar skutu á loft sínum fjórða njósnahnetti í morgun.

Þetta gera þeir til að geta fylgst betur með þeim hættum sem steðja að landinu og nefna í því sambandi sérstaklega N-Kóreu.

Þetta gerir Japönum kleift að fylgjast með fylgjast með öllum flötum jarðarinnar í það minnsta einu sinni á dag. Þetta verkefni Japans hófst eftir að N-Kórea skaut flutgskeytum á loft árið 1998. Bið hefur verið á því að klára verkefnið síðan 2003 eftir að eldflaug sem innihélt tvö gerfitungl rataði af leið og þurfti að skjóta hana niður.

Talsmaður Japansstjórnar segir að brýnt hafi verið að ljúka verkefninu í ljósi þess að ekki sér fyrir endann á kjarnorkudeilu N-Kóreu við umheiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×