Erlent

Tvær konur myrtar á Pattaya

Lík tveggja rússneskra kvenna fundust í morgun á Pattaya ströndinni í Tælandi.

Konurnar sem voru 25 og 30 ára gamlar fundust fyrir utan kofa sem þær höfðu tekið á leigu. Þær höfðu verið skotnar margsinnis. Lögreglustjórinn á Pattaya, Srettha Maklon sagði í samtali við fjölmiðla að engin sjáanleg ástæða væri fyrir morðunum því hvorki hefðu veski eða símar kvennanna verið tekin.

Árásir sem þessar eru sjaldgæfar á Pattaya ströndinni sem er þekkt fyrir fjörugt næturlíf og kynlífsiðnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×