Erlent

Senda þúsund hermenn til Afganistan

Getty Images

Bretar ætla að senda þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan. Des Browne varnarmálaráðherra Bretlands staðfesti þetta í kvöld. Hermönnunum er ætlað að aðstoða við að hrinda sókn Talibana í landinu sem hafa gert usla undanfarnar vikur.

Illa hefur gengið að fá aðrar aðildarþjóðir NATO til að senda fleiri hermenn til landsins og sagði Browne að Bretar væru að bregðast við því.

Um 35 þúsund hermenn eru nú á vegum NATO í Afganistan, þar á meðal 5.600 breskir hermenn. Flestir eru í Helmand-héraði, þar sem átökin hafa verið mest undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×