Fótbolti

Bremen áfram í 16-liða úrslit UEFA-keppninnar

Werder Bremen komst í hann krappann í gær þegar þeir mættu liði Ajax í seinni leik liðanna í 32- liða úrslitum UEFA-keppninar.



Werder Bremen vann fyrri leik liðanna í Þýskalandi 3-0 og var því í ákjósanlegri stöðu fyrir leikinn. Vonir heimamanna í Ajax glæddust strax á fjórðu mínútu þegar Leonardo skoraði en gleðinn stóð ekki lengi því skömmu síðar jafnaði Bremen metin með marki frá Hugo Almeida. Leikmenn Ajax neituðu að gefast upp og þegar hálftími var eftir kom Klaas Jan Huntelaar þeim aftur yfir 2-1. Korteri fyrir leikslok skoruðu heimamenn sitt þriðja mark en þar var á ferðinni Babel. Eftir þetta sóttu leikmenn í Ajax án afláts en tóks ekki að koma knettinum í mark andstæðinganna.



Bremen komst því áfram á samanlagðri markatölu 4-3 og eru komnir í 16-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×