Fótbolti

Ungu leikmennirnir fá að spila

Thierry Henry verður líklega ekki í byrjunarliðinu á sunnudag.
Thierry Henry verður líklega ekki í byrjunarliðinu á sunnudag. MYND/AP

Ungu leikmennirnir í liði Arsenal mun væntanlega verða í aðalhlutverki í úrslitaleik deildabikarsins á móti Chelsea sem háður verður á Þúsaldarvellinum í Cardiff á sunnudaginn. Þjálfari Arsenal, Arsene Wenger, hefur notað keppnina sem stökkpall fyrir reynsluminni sveina liðsins og þeir hafa heldur betur nýtt tækifærið. Wenger er ekki sagður ætla að gera miklar breytingar á sínu liði.

Hinn 19 ára gamli miðjumaður Cesc Fabrecas er staðráðinn í að klára dæmið. "Hvatningin er til staðar. Fyllist maður ekki hvatningu við að leika á móti Chelsea í úrslitaleik Deildarbikarsins þá gerist það ekki".

Wenger er ekki búinn að gefa út hvaða leikmenn koma til með að taka þátt í leiknum en ljóst er að hvorki Henry né Lehmann muni prýða leikmannahóp liðsins. Arsenal hefur ekki unnið Deildarbikarinn síðan 1993 og voru þá meirihluti núverandi leikhóps þeirra varla búnir að slíta barnskónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×