Fótbolti

Ranieri sáttur þrátt fyrir tap

Ranieri sér björtu hliðarnar.
Ranieri sér björtu hliðarnar. MYND/AP

Þjálfari Parma, Claudio Ranieri, var sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir tap á móti Sporting Braga í UEFA bikarkeppninni í gærkvöldi 1-0. Tap Parma og Livorno í gær þýðir að Ítalir eru án fulltrúa en 16 lið eru eftir í keppninni.

„Ég er sáttur við leik minna manna. Okkur vantaði bara mark og við fengum á okkur aðeins á síðustu stundu. Ég sá margt jákvætt við frammistöðuna og þótt staðan sé slæm neita ég að leggja árar í bát" sagði Ranieri eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×