Fótbolti

Rivaldo ætlar að hætta eftir næsta tímabil

Rivaldo var vafalaust besti knattspyrnumaður í heimi á sínum tíma
Rivaldo var vafalaust besti knattspyrnumaður í heimi á sínum tíma NordicPhotos/GettyImages

Brasilíska goðsögnin Rivaldo hjá Olympiacos í Grikklandi tilkynnti í dag að hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir næsta tímabil. Rivaldo er 34 ára gamall og hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna í knattspyrnu á 19 ára ferli sínum.

Rivaldo ætlar að leggja skóna á hilluna eftir næsta tímabil og ætlar að gera það hjá liði Olympiacos, þar sem hann segist mjög ánægður með gang mála. Rivaldo hóf feril sinn hjá Palemira í Brasilíu, fór þaðan til Deportivo á Spáni og síðar til Barcelona. Þar vann hann tvo Spánartitla og var þar bæði kjörinn knattspyrnumaður heims og Evrópu.

Frá Barca fór hann svo til Milan þar sem hann varð Evrópumeistari árið 2003 áður en hann fór aftur heim til Brasilíu. Síðan hefur hann leikið í Grikklandi, en hann varð líka heimsmeistari með liði Brasilíu árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×