Erlent

Engin sátt um Kosovo

Frá Kosovo.
Frá Kosovo.

Sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna gagnvart Kosovo segir að engar líkur séu á því að Serbar og Albanar nái samkomulagi um framtíð héraðsins. Martti Athisari, stýrir samningaviðræðum sem hófust í Vínarborg í dag. Kosovo er bláfátætk hérað í Serbíu þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúanna er af albönskum uppruna.

Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að héraðið verði aðskilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðlegum stofnunum. Það verði hinsvegar undir stjórn Sameinuðu þjóðanna og NATO sjái um friðargæslu. Serbar hafa hafnað þessu, þar sem þeir líta á Kosovo sem vöggu þjóðar sinnar og menningar.

Albanar hafa einnig hafnað tillögunum og krefjast þess að fá fullt sjálfstæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×