Erlent

Danir frá Írak fyrir lok júlí

MYND/AP

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, tilkynnti rétt í þessu að allir danskir hermenn verði farnir frá Írak áður en ágúst gengur í garð. Alls eru 470 danskir hermenn þar núna. Níu manna þyrlusveit verður þó áfram í landinu.

Þyrlusveitin mun manna fjórar eftirlitsþyrlur og ekki sinna bardagahlutverki.

Dönsk yfirvöld voru á meðal hinna upprunalegu staðföstu ríkja og Rasmussen var dyggur stuðningsmaður George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Fimm danskir hermenn hafa látið lífið í bardögum í Írak




Fleiri fréttir

Sjá meira


×