Ferguson: Leikmenn Lille voru til skammar 20. febrúar 2007 22:40 Ferguson náði ekki upp í nefið á sér eftir framkomu leikmanna Lille AFP Sir Alex Ferguson var ekki par hrifinn af áköfum mótmælum leikmanna Lille eftir sigurmark Ryan Giggs fyrir Manchester United gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Leikmenn Lille gerðu sig líklega til að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun dómarans um að leyfa Giggs að taka aukaspyrnuna strax og vakti það mikla reiði Ferguson. Ryan Giggs skoraði beint úr aukaspyrnu sem hann tók með leyfi dómarans, en þá voru varnarmenn og markvörður franska liðsins hvergi nærri tilbúnir og boltinn sveif því auðveldlega í netið. Frammistaða dómarans verður með öllu að teljast nokkuð einkennileg, því allt útlit var fyrir að dómarinn ætlaði að stöðva leikinn og gera athugasemdir við varnarveginn þegar skotið kom skyndilega. Alex Ferguson var þó á öðru máli og ljóst er að markið stendur sama hvað raular eða tautar. Skotinn var á því að hegðun þeirra frönsku hafi verið skammarleg. "Knattspyrnusambandið verður að gera eitthvað í þessari framkomu leikmanna Lille, því hún var skammarleg og á alls ekki heima í fótbolta. Starfsmenn Lille voru að hvetja leikmennina til að koma af velli og ég hef aldrei á minni ævi séð annað eins. UEFA verður að taka hart á þessu máli, það er nauðsynlegt. Svo til að kóróna allt rigndi blysum yfir Gary Neville og starfsfólk okkar eftir þetta. Aukaspyrnur á borð við þessa eru orðnar daglegt brauð í boltanum og ég hef séð það fimm eða sex sinnum á Englandi og þar af einum þrisvar sinnum frá Arsenal," sagði Ferguson gáttaður. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira
Sir Alex Ferguson var ekki par hrifinn af áköfum mótmælum leikmanna Lille eftir sigurmark Ryan Giggs fyrir Manchester United gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Leikmenn Lille gerðu sig líklega til að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun dómarans um að leyfa Giggs að taka aukaspyrnuna strax og vakti það mikla reiði Ferguson. Ryan Giggs skoraði beint úr aukaspyrnu sem hann tók með leyfi dómarans, en þá voru varnarmenn og markvörður franska liðsins hvergi nærri tilbúnir og boltinn sveif því auðveldlega í netið. Frammistaða dómarans verður með öllu að teljast nokkuð einkennileg, því allt útlit var fyrir að dómarinn ætlaði að stöðva leikinn og gera athugasemdir við varnarveginn þegar skotið kom skyndilega. Alex Ferguson var þó á öðru máli og ljóst er að markið stendur sama hvað raular eða tautar. Skotinn var á því að hegðun þeirra frönsku hafi verið skammarleg. "Knattspyrnusambandið verður að gera eitthvað í þessari framkomu leikmanna Lille, því hún var skammarleg og á alls ekki heima í fótbolta. Starfsmenn Lille voru að hvetja leikmennina til að koma af velli og ég hef aldrei á minni ævi séð annað eins. UEFA verður að taka hart á þessu máli, það er nauðsynlegt. Svo til að kóróna allt rigndi blysum yfir Gary Neville og starfsfólk okkar eftir þetta. Aukaspyrnur á borð við þessa eru orðnar daglegt brauð í boltanum og ég hef séð það fimm eða sex sinnum á Englandi og þar af einum þrisvar sinnum frá Arsenal," sagði Ferguson gáttaður.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjá meira