Enski boltinn

Tap Chelsea minnkaði um 8 milljarða

Roman Abramovich hefur eytt í kring um 500 milljónum punda hjá Chelsea eða um 66 milljörðum króna
Roman Abramovich hefur eytt í kring um 500 milljónum punda hjá Chelsea eða um 66 milljörðum króna NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnufélagið Chelsea tapaði 80 milljónum punda eða rúmum 10 milljörðum króna á fjárhagsárinu fram í júní á síðasta ári, en þetta er heilum 60 milljónum punda minna tap en var á rekstri félagsins á árinu áður.

Rekstrarkostnaður hefur verið dreginn saman um tæp 43% hjá félaginu og er stefnan sett á að koma rekstrinum á núllið árið 2010. Tapið á rekstri félagsins nú er það minnsta síðan Roman Abravich keypti það fyrir þremur árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×