Erlent

Ríkislögmaðurinn hélt framhjá

Goldsmith lávarður.
Goldsmith lávarður.
Peter Goldsmith ríkislögmaður Breta og bandamaður Tony Blairs forsætisráðherra hefur viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með lögfræðingi. Sambandi hans við ástkonuna, Kim Hollis lauk fyrir nokkrum árum. Hún var fyrsta konan af asískum uppruna sem var skipuð lögmaður í þágu bresku krúnunnar. Goldsmith lávarður hefur neitað því að hann hafi misnotað aðstöðu sína til að ýta undir frama Hollis. Á fréttavef Sky kemur fram að eiginkona Goldsmiths hafi vitað af framhjáhaldinu í nokkurn tíma. Goldsmith sagði að þetta væri einkamál fjölskyldunnar: “Þetta er í fortíðinni og við erum mjög hamingjusöm.”



Fleiri fréttir

Sjá meira


×