Erlent

Internet-fíkill kærir IBM fyrir að reka sig

James Pacenza var rekinn frá IBM tölvufyrirtækinu í Bandaríkjunum fyrir að fara á spjallvef klámsíðu í vinnutölvu. Fyrirtækið segir stefnu félagsins alveg skýra og að Pacensa hafi verið varaður við. James fer fram á fimm milljónir bandaríkjadala frá fyrirtækinu undir þeim formerkjum að hann sé háður internetinu og verðskuldi meðferð og samúð, frekar en að vera rekinn.

James segist heimsækja spjallvefi til að vinna gegn álagi frá árinu 1969, þegar hann sá besta vin sinn drepinn í Víetnam. Fyrst hafi hann orðið kynlífsfíkill, en með þróun internetsins, internetfíkill. Hann krefst verndar undir lögum vegna fötlunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×