Íslenski boltinn

Góður sigur KR á Brann

Mynd/Vilhelm

KR náði í dag að rétta sinn hlut á æfingamótinu í knattspyrnu sem fram fer á La Manga á Spáni. Eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum á mótinu vann liðið stórsigur á norska liðinu Brann í dag 4-0.

Atli Jóhansson skoraði tvö mörk fyrir KR í dag og þeir Guðmundur Pétursson og Sigmundur Kristjánsson sitt markið hvor. Kristján Örn Sigurðsson go Ólafur Örn Bjarnason voru í liði Brann í dag en Ármann Smári Björnsson sat allan tímann á varamannabekknum enda hefur hann átt við meiðsli að stríða undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×