Erlent

Fuglaflensa staðfest í Rússlandi

Vísindamenn í Tyrklandi flytja sýkta fugla.
Vísindamenn í Tyrklandi flytja sýkta fugla. MYND/AP
Tvö tilfelli fuglaflensu hafa verið staðfest í Rússlandi sem hið banvæna afbrigði H5N1. Tilfellin tvö komu upp á tveimur stöðum vestur og suður af Moskvuborg í gærkvöldi. Frekari sýni verða tekin á morgun. Rannsókn þeirra mun leiða í ljós hversu hættulegur vírusinn er. Ekki hefur verið tilkynnt um fuglaflensusmit í mönnum enn sem komið er í Rússlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×