Erlent

Grunur um fuglaflensutilvik í grennd við Moskvu

Fuglaflensu hefur orðið vart í dauðum fuglum nálægt Moskvu og kanna nú rússnesk yfirvöld hvort um sé að ræða hina banvænu veiru H5N1.



Fuglarnir fundust á tveimur stöðum vestur og suður af Moskvuborg og verða niðurstöður rannsóknarinnar kunnar í dag. Fuglaflensu hefur áður orðið vart í Síberíu árið 2005 og í héruðum í Vestur- og Suður- Rússlandi en aldrei fyrr svo nálægt höfuðborginni. Engin fuglaflensutilfelli hafa þó fundist í mönnum þar í landi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×